Fyrir­les­arar

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 15. og 16.maí í vor og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði.  Á bransadögum kynnumst við nýjustu tækni og tólum og boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og vinnusmiðja sem styðja við nýsköpun í iðnaði.

Við endum dagskrána með fögnuði í húsnæði Iðunnar þann 16.maí og lofum miklu fjöri.

Ottó Elíasson

Framkvæmdastjóri Eims

Sigurður Krist­insson

Sölustjóri hjá Sindra og sérfræðingur í tengslum við slípiskífur og bora

Anna Kristín Karls­dóttir og Jan Dobrowolski

Anna er arkitekt hjá Lúdika arkitektum er löggiltur mannvirkjahönnuður og hefur unnið fjölbreytt og krefjandi hönnunarverkefni á Íslandi og í Bretlandi. Hún er einnig stundakennari við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Jan Dobrowolski er arkitekt hjá Lúdika arkitektum öðlaðist arkitektaréttindi í London þar sem hann hefur búið og unnið í rúman áratug. Hann hefur mikla reynslu af verkefnum frá Bretlandi, Íslandi og Mið-Austurlöndum.

Hrafn­hildur Sif Hrafns­dóttir

Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir er sérfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun og verkefnisstjóri Asks mannvirkjarannsóknasjóðs.

Sylgja Dögg Sigur­jóns­dóttir

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur og stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.

Rósa Dögg Þorsteins­dóttir

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir er lýsingarhönnuður og eigandi Ljósark, stundakennari í HR, stofnandi Vistbókar og er Women in lighting fulltrúi Íslands.

Björn Jóhannsson

Björn Jóhannsson er landslagsarkitekt með yfir 20 ára reynslu af hönnun garða og opinna svæða.

Ásgeir Valur Einarsson

Ásgeir Valur Einarsson er byggingafræðingur og sjálfbærnileiðtogi Iðunnar fræðsluseturs. Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum varðandi sjálfbærni í byggingariðnaði og fleiri sviðum og er höfundur sjálfbærniskýrslu Iðunnar.

Jósef Anton Skúlason

Jósef Anton Skúlason er húsasmíðameistari og byggingastjóri hjá JÁVERK og hefur m.a. unnið við svansvottuð verkefni. Hann hefur um nokkurra ára skeið framkvæmt fjölda loftþéttleikamælinga hérlendis og erlendis.

Hlynur Örn Björg­vinsson

Hlynur Örn Björgvinsson er byggingafræðingur og starfar hjá Búseta sem verkefnastjóri á nýframkvæmdum.

Graham Williams

Guðrún Hulda Páls­dóttir

Guðrún Hulda Pálsdóttir er ritstjóri Bændablaðsins og tekur þátt í málstofu um bætta ímynd og betri dreifingu á prentuðu markaðsefni og dagblöðum.

Gert K. Nielsen

Gert K. Nielson er hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun. Hann rekur stafrænu stofuna Emotion í Danmörku og kennir við Kaupmannahafnarskóla. Gert flytur fyrirlestur um gervigreind í prent og miðlun, tækifæri og ógnir.

Páll Ketilsson

Páll Ketilsson á og rekur Víkurfréttir á Suðurnesum og tekur þátt í málstofu um bætta ímynd og betri dreifingu á prentuðu markaðsefni og dagblöðum.

Róbert Bjarnason

Róbert Bjarnason er sérfræðingur í gervigreind og flytur erindi um gervigreind og myndvinnslu. Hann fer yfir skemmtilegar nýjungar sem líkegt er að gestir hafa ekki kynnst áður.

Terence Tham

Terence Tham, Stjórnandi Mammoth

Bryndís Nielsen

Ráðgjafi og talskona Climeworks á Íslandi 

Tore Karlsson

Tore Karlsson kennslustjóri Skellefteå fræðslustofnunarinnar ræðir á fyrirlestrinum From ”sleepy town to the new “klondike” um áskoranir sem felst í að fá risafyrirtæki á borð við Northvolt í lítið bæjarfélag í Svíþjóð.

Simon Dahlgren

Simon er rekstrarstjóri Skellefteå VUX í Svíþjóð og fer ásamt Tore Karlsson kennslustjóra yfir þær áskoranir sem fylgja því að fá risastórt nýsköpunarfyrirtæki í lítið bæjarfélag.

Björn Gíslason

Björn Gíslason er sérfræðingur hjá Gastech

Elliot Smith

Elliot Smith sérfræðingur í tengslum við raf-og blendingsbíla heldur fyrirlestur um áskoranir rafvæðingar fyrir verkstæði og hvað þurfi að gera til að takast á við framtíðina.

Ólöf Ólafs­dóttir

Landsliðskokkur

Gísli Grímsson

Rætur Náttúruvín

Chris McClure

Chris á og rekur fyrirtækið Loki foods

Hinrik Carl Ellertsson

Matreiðslumeistari og náttúrumatreiðslumaður

Björgvin Bene­diktsson

Forstöðumaður framleiðslu og þjónustu hjá DTE

Elís H. Sigur­jónsson

Elís H. Sigurjónsson er tæknistjóri hjá Kælitækni og fjallar um nýja lausn í kolsýru-kælikerfi með íslenskum kælimiðli.

Ulbe Jelluma

Ulbe Jelluma

Ulbe Jelluma er framkvæmdastjóri Print Power sem sérhæfir sig í fræðslu og miðlun um styrkleika pappírs og prentaðs efnis í markaðsmálum. Ulbe tekur þátt í málstofu um bætta ímynd og betri dreifingu á prentuðu markaðsefni og dagblöðum.

Roland Pühringer sérfræðingur í suðu frá Fronius í Austurríki. 

Roland Pühringer

Roland Pühringer sérfræðingur í suðu frá Fronius í Austurríki. 

Jóhannes Páll Frið­riksson

Eigandi 3D verk

Hugi Rafn Stef­ánsson

Landsliðskokkur

Skráðu þig á bransa­daga!