Dagskráin

Þriðjudagurinn 14. maí

13:00

- 16:00

Bílgreinar
Fyrirlestur

SINDRI - Bylting í þróun slípiskífa og bora

Sigurður Kristinsson sölustjóri hjá Sindra og sérfræðingur í tengslum við slípiskífur og bora heldur fyrirlestur um nýjar slípiskífur og bora sem eru mikil bylting á markaðinum í tengslum við vinnuhraða, ryk ofl.

Miðvikudagurinn 15. maí

09:00

- 10:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Rakaöryggi bygginga

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur og  stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.

09:00

- 11:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Sjáðu og prófaðu

Hampsteypa- fyrirlestur og vinnustofa

Þau fjalla um verkefnið Biobuilding, fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi.  Verkefnið gengur út á að stórlækka kolefnisspor í íslenskum byggingariðnaði, með því að reisa fimmtán fermetra smáhýsi úr iðnaðarhampi og kanna hvernig það stenst íslenskar aðstæður.

10:00

- 11:00

Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur

Byltingarkennd nýjung í kælikerfum - íslenskt hugvit og hönnun

Elís H. Sigurjónsson tæknistjóri hjá Kælitækni fjallar um áskoranir við uppbyggingu á nýju byltingarkenndu kolsýru-kælikerfi sem er umhverfisvænt og kælimiðillinn er íslenskt hráefni.

11:00

- 12:00

Bílgreinar
Fyrirlestur

You, Me and the EV

Eliot Smith sérfræðingur í tengslum við raf-og blendingsbíla heldur fyrirlestur um áskoranir rafvæðingar fyrir verkstæði og hvað þurfi að gera til að takast á við framtíðina. 

12:00

- 13:00

Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur

Kolefnisföngun – Climeworks

Climeworks er sannkallað frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í beinni loftföngun (e. Direct Air Capture) og fangar koltvísýring beint úr andrúmsloftinu.

12:00

- 13:00

Prent- og miðlunarsvið
Fyrirlestur

Gervigreind í prent og miðlun: Tækifæri og ógnir

Gert K. Nielsen hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun heldur fyrirlestur um helstu tækifæri og ógnir í gervigreind í prentiðnaði.

13:00

- 14:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Loftþéttleikamælingar húsa

Þeir munu fjalla um loftþéttleikamælingar húsa, aðferðafræði þeirra ásamt tækjum og hugbúnaði sem notaður er við mælingarnar.

13:00

- 14:00

Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur

Gagnadrifin ákvarðanataka

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið DTE framleiðir búnað sem efnagreinir ál með ljósgeislatækni.

13:30

- 14:15

Prent- og miðlunarsvið
Sjáðu og prófaðu

Gervigreind í prent og miðlun: Myndvinnsla með gervigreind

Róbert Bjarnason sérfræðingur í gervigreind fer yfir nýjungar í myndvinnslu með gervigreind.

13:30

- 14:00

Bílgreinar
Fyrirlestur

GYS/Gastech - Suðuvélar og búnaður til bílaréttinga

Björn Gíslason sérfræðingur hjá Gastech fer yfir það nýjasta þegar kemur að rafsuðuvélum frá GYS.

14:00

- 15:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Drónar sem verkfæri í byggingaframkvæmdum (Dronedeploy)

Hlynur mun fara yfir hvernig er hægt að nota dróna til uppmælinga á verkstað eins og til dæmis, svæðismælingar, hæðamælingar og rúmmálsmælingar.

14:00

- 15:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Vistvænar byggingarvörur

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir er lýsingarhönnuður og eigandi Ljósark, stundakennari í HR, stofnandi Vistbókar og er Women in lighting fulltrúi Íslands.

14:30

- 15:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

ASKUR mannvirkjarannsóknasjóður

Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir er sérfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun og verkefnisstjóri Asks mannvirkjarannsóknasjóðs.

15:00

- 16:00

Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur

Visualising Vibration

Graham Williams fjallar er um almennar og þekktar aðferðir í titringsmælingum en einnig kynnir hann nýja og hreint ótrúlega aðferð við titringsmælingar.

15:00

- 16:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Stórþörungar sem staðgengilsefni í byggingariðnaði

Björn Jóhannsson er landslagsarkitekt með yfir 20 ára reynslu af hönnun garða og opinna svæða.

15:00

- 16:00

Málm- og véltæknigreinar
Sjáðu og prófaðu

Nýjasta frá Fronius:TIG DynamigWire

Fimmtudagurinn 16. maí

16:00

- 17:00

Prent- og miðlunarsvið
Málstofa

Finnum lausnina!

Málstofa um betri dreifingu og sterkari ímynd prentaðs efnis. Ulle Jelluma frá Print Power, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins og Páll Ketilsson frá Víkurfréttum.

16:00

- 17:00

Bílgreinar
Fyrirlestur

Skellefteå VUX/Northvolt - From ”sleepy town to the new “klondike” 

Tore Karlsson og Simon Dahlgren frá fræðslumiðstöðinni Skellefteå ræða um fjölbreyttar áskoranir í tengslum við hraða þróun og breytingar á rafhlöðum í bílgreinum og öðrum iðnaði.

16:00

- 16:30

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Eimur – snjallar lausnir til orkuskipta

Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.

17:00

- 20:00

Prent- og miðlunarsvið
Sjáðu og prófaðu

Tilraunir með pappír

Prentsmiðjurnar Litróf og Letterpress gera tilraunir með prentun á umhverfisvænan pappír úr óvenjulegum efnum og kynna þær fyrir gestum á Bransadögum.

17:00

- 20:00

Prent- og miðlunarsvið
Sjáðu og prófaðu

Hvað svo? Kolefnisspor í íslenskum prentiðnaði

Prentsmiðjurnar Prentmet Oddi, Litróf, Svansprent og Landsprent hafa í samstarfi við SI og Iðuna fræðslusetur reiknað úr kolefnisspor nokkurra dæmigerðra prentgripa.

17:00

- 20:00

Matvæla og veitingagreinar
Sjáðu og prófaðu

PopUp veitingastaður

Nýsköpun í matreiðslu- og veitingagreinum

Skráðu þig á bransa­daga!