15Maí

12:00

- 13:00

Málm- og véltæknigreinar
Fyrirlestur

Kolefn­is­föngun – Climeworks

Climeworks er sannkallað frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í beinni loftföngun (e. Direct Air Capture) og fangar koltvísýring beint úr andrúmsloftinu.

Climeworks, sem er svissneskt fyrirtæki, rekur fyrstu og stærstu föngunar- og förgunarstöð heims uppi á Hellisheiði en hún ber nafnið Orca. Föngunina sér Climeworks um en förgunarhlutinn er í höndum Carbfix. Í maí opnar svo Mammoth, sambærileg stöð sem fangar meira en 9 sinnum meira af koltvísýringi. Á fyrirlestrinum er farið yfir tæknina sem notuð er til að fanga koltvísýring úr andrúmslofti, starfsemi fyrirtækisins og tækifæri fyrir grænan iðnað.

Bryndís Nielsen

Bryndís hefur starfað við ráðgjöf og miðlun upplýsinga í yfir tvo áratugi. Hún er einn eigenda samskiptafyrirtækisins Athygli og er jafnframt talskona Climeworks á Íslandi. Hún er með meistaragráðu í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London.

Terence Tham

Terence Tham, Stjórnandi Mammoth Chemical engineer. and MBA. Spent 13 years in the Chemcial industy in Chemical plant operations and management in France, Italy and USA. In January 2024, relocated to Iceland with my family to join Climeworks as Plant Manager of the Mammoth Direct Air Capture plant, the world's largest Direct Air Capture plant.

Skráðu þig á bransa­daga!