16Maí

17:00

- 20:00

Matvæla og veitingagreinar
Sjáðu og prófaðu

PopUp veit­inga­staður

Iðan Fræðslusetur í samvinnu við Loki Food, Hinrik Carl Matreiðslumeistara og náttúru matreiðslumanns. Gísla Grímsson hjá Rætur náttúruvín og landsliðskokkana Huga Rafn Stefánsson og Ólöfu Ólöfsdóttir. Sameina krafta sýna og bjóða okkur upp á kynningu og smakk á framtíðinni.

Hinrik Carl Ellertsson

Hinrik Carl er sannkallaður náttúrukokkur og þekktur fyrir störf sýn á rekstri margra veitingastöðum eins Dill, Hvammsvík sjóböð og Spírunni, Hann hefur mikla reynslu í matartengdri vöruþróun og hefur starfað sem ráðgjafi í veitingageiranum, þar sem hann hefur þróað fjölda uppskriftir og vörur fyrir veitingahús og fyrirtæki eins og Krónuna, Kjarnavöru, Feed the Viking, Kex Brewing og CrowBar. Árið 2020 gaf hann út bókina "Íslenskir Matþörungar", sem hann samræðir með þremur öðrum höfundum. Auk þess hefur Hinrik starfað fyrir Matarauð Íslands í mörgum verkefnum, Vestfjarðarstofu og hefur verið í stjórn Slow Food í þrjá ár. Hinrik ætla að bjóða okkur að smakka spennandi rétti úr hráefni framtíðarinnar.

Chris McClure

Chris er einn þeirra sem tekur þátt í PopUp veitingastað Iðunnar Fræðsluseturs sem verður opinn gestum í partý Bransadaga í Vatnagörðum 20.  Chris á og rekur fyrirtækið Loki foods. Markmið Lokifoods er að breyta matvælakerfinu með því að bjóða upp á loftslagsjákvætt, plöntubundið og ræktað matvæli, næstu kynslóðar kjöt- og sjávarafurðar sem byggir á plöntupróteinum.  Chris í samvinnu við Hinrik Carl bjóða upp á ljúfengt smak af fisk gerðan úr jurtapróteinum.

Gísli Grímsson

Gísli er einn af stofnendum Rætur & Vín. Náttúruvín eru án allra aukaefna og hafa notið vinsælda undan farin ár. Gísli er sérfræðingur í náttúruvínum og hefur flutt inn sín eigin vín sem hann notar fyrir veitingastaðinn sinn Skál og einnig fyrir almenning.  Gísli er einn þeirra sem tekur þátt í PopUp veitingastað Iðunnar fræðsluseturs sem verður opinn gestum í partý Bransadaga í Vatnagörðum 20.

Ólöf Ólafs­dóttir

Ólöf er einn okkar besti eftirréttakokkur meðlimur í kokkalandsliðinu sem vann bronsverðlaun á seinasta heimsmeistaramóti, Ólöf sigraði keppnina um eftirrétt ársins árið 2021 og hefur skrifað matreiðslubók sem heitir Ómótstæðilegir eftirréttir.  Ólöf ætlar að leika listir og sýna okkur hvernig er að vinna með eftirrétti og 3D prentuð eftirréttar form.

Hugi Rafn Stef­ánsson

Hugi Rafn  hefur komið víða við og er eins og Ólöf meðlimur í kokkalandsliðinu landsliðinu sem vann brons á seinasta heimsmeistara móti, hann hefur einnig farið sem aðstoðarmaður á Bocuse d’or sem er virtasta matreiðslukeppni í heimi. Hugi er mikill áhugamaður um 3D prentun og hefur séð um að prenta form og mót fyrir kokkalandsliðið. Hann ætlar að sýna okkur tæknina við prentunina og einnig að leika sér með eftirrétti gerða í þessum formum.

Skráðu þig á bransa­daga!