16Maí

16:00

- 17:00

Prent- og miðlunarsvið
Málstofa

Finnum lausn­ina!

Málstofa um betri dreifingu og sterkari ímynd prentaðs efnis.

Ulle Jelluma frá Print Power, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins og Páll Ketilsson frá Víkurfréttum. Kristjana Guðbrandsdóttir stýrir umræðum.

„Stafræn markaðssetning er oft fyrsta val markaðsfólks því þannig fást skjótar niðurstöður og góð dreifing. Það er hins vegar enginn vafi á virði prentað markaðsefnis er þegar kemur að skilvirkni, gæðum, trausti og góðri ímynd vörumerkja,“ segir Ulle Jelluma framkvæmdastjóri PRINT POWER sem heldur erindi á málstofu um stöðu ímyndar og dreifingar á prentuðu markaðsefni og dagblöðum á Íslandi.

Dreifing á prentuðu markaðsefni og fjölmiðlum hefur aldrei verið erfiðari og dýrari. Póstþjónusta hefur verið skert á landsbyggðinni og kostnaður við dreifingu hefur hækkað ískyggilega. Þá eru Íslendingar vanir því að fá fréttir ókeypis. Hvernig bætum við ímynd prentaðs markaðsefnis og hvernig vinnum við okkur úr þessari erfiðu stöðu? 

Ulle Jelluma, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins og Páll Ketilsson frá Víkurfréttum ræða um málið og leita lausna með gestum málstofunnar.

Ulbe Jelluma

Ulbe Jelluma

Ulbe Jelluma er framkvæmdastjóri Print Power sem sérhæfir sig í fræðslu og miðlun um styrkleika pappírs og prentaðs efnis í markaðsmálum. Ulbe tekur þátt í málstofu um bætta ímynd og betri dreifingu á prentuðu markaðsefni og dagblöðum.

Skráðu þig á bransa­daga!