14Maí

09:00

- 10:00

Bygginga- og mannvirkjagreinar
Fyrirlestur

Raka­ör­yggi bygg­inga

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur og  stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.

Hún fjallar um rakaöryggi bygginga sem við hönnun og framkvæmd felur í sér að takmarka skemmdir og afleiðingar raka.  Ef rakaástand fer út fyrir öryggismörk raka geta afleiðingar komið fram eins og fúi í timbri eða trjákenndum efnum, örveru- og mygluvöxtur, aukin útgufun frá byggingarefnum og aukin varmaleiðni í einangrandi byggingarefnum. Einnig geta komið fram frostskemmdir, tæring málma, úrfellingar eða hreyfingar á byggingarefnum. Síðast en ekki síst hefur óeðlilegt rakaástand bygginga áhrif á loftgæði.

Sylgja Dögg Sigur­jóns­dóttir

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur og stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.

Skráðu þig á bransa­daga!